Orkumál.

(Mál nr. 6535/2011)

A ehf. kvartaði yfir því að iðnaðarráðuneytið hefði staðfest tillögu orkuráðs um að ekki yrði um að ræða frekari afgreiðslu úr Orkusjóði á lánsloforði til A ehf. vegna tiltekins verkefnis.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 30. janúar 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í tilefni af fyrirspurnum umboðsmanns til iðnaðarráðuneytisins vegna málsins barst honum afrit af bréfi ráðuneytisins til A ehf. þar sem fram kom að ákveðið hefði verið að endurupptaka málið. Jafnframt barst umboðsmanni afrit af bréfi ráðuneytisins þar sem lagt var fyrir orkuráð að taka ákvörðun sína í máli A ehf. til nýrrar efnislegrar meðferðar. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til þess að fjalla frekar um erindið og lauk umfjöllun sinni um það.