Svör við erindum. Aðgangur að gögnum.

(Mál nr. 6776/2011)

Hinn 16. desember 2011 kvartaði A yfir því að sér hefði ekki borist svar við beiðni sem hann sendi forsætisráðuneytinu í tölvupósti 26. september 2011 um afhendingu stafrænna gagna um úrskurð landamerkja þjóðlendu ríkisins í tilteknu sveitarfélagi.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 13. janúar 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum forsætisráðuneytisins til umboðsmanns kom fram að A hefði verið kynnt ákvörðun ráðuneytisins með erindi dags. 19. desember 2011 þar sem fallist var á afhendingu gagnanna. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til frekar umfjöllunar um málið.