Svör við erindum. Kvartanir eða kærur til æðri stjórnvalda eða eftirlitsstofnana.

(Mál nr. 6749/2011)

Hinn 24. nóvember 2011 kvartaði A yfir þvi að hafa ekki borist svar frá innanríkisráðuneytinu vegna fyrirspurna sinna til ráðuneytisins, dags. 6. febrúar og 9. október 2011, um hvað liði rannsókn ráðuneytisins á framferði forstöðumanns undirstofnunar ráðuneytisins.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 13. janúar 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum innanríkisráðuneytisins til umboðsmanns vegna málsins kom fram að erindinu hefði verið svarað með bréfi, dags. 4. janúar 2012, og að ráðuneytið teldi málinu vera lokið gagnvart A en ábending hans væri þó í skoðun innan ráðuneytisins. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að fjalla frekar um kvörtunina en tók fram að væri A ósáttur við svör ráðuneytisins gæti hann leitað til sín með sérstaka kvörtun þar að lútandi.