Svör við erindum.

(Mál nr. 6722/2011)

Hinn 9. nóvember kvartaði A yfir því að hafa ekki borist svör við erindi sem hann sendi innanríkisráðuneytinu með bréfum, dags. 29. september, 13. október og 23. október 2011, varðandi stöðvaskyldu leigubílsstjóra.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 13. janúar 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 8571997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum innanríkisráðuneytisins kom fram að ráðuneytið hefði tilkynnt A með bréfi, dags. 24. október 2011, að hafin væri vinna við endurskoðun á reglum um alla flutninga á landi. Við þá endurskoðun yrði meðal annars litið til atriða sem hann hefði bent á í erindum sínum. Þá ætti eftir að svara tilteknum atriðum í fyrirspurnum A og væri áætlað að gera það 20. janúar 2011. Umboðsmaður lauk því málinu en benti A á að færi svo að afgreiðsla á erindi A drægist úr hömlu gæti hann leitað til sín á nýjan leik.