Lögreglu- og sakamál. Frávísun, niðurfelling, ákvörðun um að hefja ekki rannsókn.

(Mál nr. 6884/2012)

A kvartað yfir ákvörðun lögreglu um að hætta rannsókn á kæru A á hendur nafngreindum einstaklingi.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 29. febrúar 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Af kvörtun A varð ekki ráðið að hann hefði nýtt sér heimild samkvæmt 5. og 6. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, til að kæra ákvörðun lögreglu til ríkissaksóknara. Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 taldi umboðsmaður því ekki skilyrði til að fjalla um málið og lauk athugun sinni á því. Hann benti A jafnframt á að kærufrestur væri fyrir nokkru liðinn í málinu.