Menntamál. Háskólar.

(Mál nr. 6875/2012)

A kvartaði yfir mati Háskóla Íslands á námi hans til kennsluréttinda.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 28. febrúar 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Af erindi A og gögnum málsins varð ekki ráðið að hann hefði borið kvörtunarefni sitt undir háskólaráð Háskóla Íslands. Að því virtu og með vísan til 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997, taldi umboðsmaður rétt að A freistaði þess að bera kvörtunarefni sitt undir háskólaráð áður en hann fjallaði frekar um málið. Umboðsmaður lauk umfjöllun sinni um kvörtunina en tók fram að ef A teldi sig enn beittan órétti að fenginni niðurstöðu háskólaráðs gæti hann að sjálfsögðu leitað til sín að nýju.