Svör við erindum.

(Mál nr. 6908/2012)

Hinn 28. febrúar 2012 barst umboðsmanni Alþingis kvörtun frá sveitarfélagi yfir því að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefði ekki svarað erindum sveitarfélagsins til ráðuneytisins um málefni framhaldsskóla á svæðinu, dags. 27. október 2011, 5. desember 2011, 3. janúar 2012 og 6. febrúar 2012.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 29. febrúar 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Með vísan til 4. gr. laga nr. 85/1997 benti umboðsmaður á að ekki hefði verið litið svo á að sveitarfélag gæti kvartað til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslulegum ágreiningi milli þess og stofnana ríkisins eða sveitarfélaga. Umboðsmaður hefði hins vegar tekið til athugunar kvartanir stjórnvalda vegna ákvarðana eða athafna annars stjórnvalds þegar hið fyrrnefnda væri í sambærilegri stöðu og einkaaðili, t.d. sem eigandi fasteignar. Í ljós efnis kvörtunarinnar taldi umboðsmaður ekki uppfyllt skilyrði laga til að fjalla nánari um erindið og lauk athugun sinni á því.