Fjármála- og tryggingastarfsemi. Einkaréttarlegir aðilar.

(Mál nr. 6928/2012)

A kvartaði yfir innheimtu X ehf. gagnvart sér.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 26. mars 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Með vísan til 1. og 2. mgr. 3. gr. laga nr. 85/1997 benti umboðsmaður A á að X ehf. væri fyrirtæki á sviði einkaréttar og því félli það utan starfssviðs umboðsmanns Alþingis að fjalla um erindið. Hann benti A hins vegar á að samkvæmt 16. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 hefði Fjármálaeftirlitið eftirlit með starfsemi innheimtuleyfishafa. Honum kynni því að vera fær sú leið að vekja athygli stofnunarinnar á máli sínu. Hefði innheimtan verið á hendi lögmanns færi úrskurðarnefnd lögmanna með eftirlit með starfsemi lögmanna, sbr. 3. gr. laga nr. 77/1998, um lögmenn. Umboðsmaður lauk umfjöllun sinni um málið en benti A á að ef hann leitaði til viðkomandi eftirlitsaðila og yrði í framhaldi af því ósáttur við niðurstöðu málsins gæti hann leitað til sín að nýju með sérstaka kvörtun þar að lútandi.