Lögheimili.

(Mál nr. 6856/2012)

Hinn 1. febrúar 2012 kvartaði A yfir því að hafa ekki borist svör frá Þjóðskrá Íslands við beiðni sem hann sendi með bréfi, dags. 30. desember 2011, vegna flutnings á lögheimili sonar síns.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 16. mars 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum Þjóðskrár Íslands til umboðsmanns kom fram að hinn 20. janúar 2012 hefði borist rafræn flutningstilkynning frá barnsmóður A, en samkvæmt staðfestu samkomulagi um lögheimili barnsins og meðlag skyldi lögheimili þess vera hjá móður, og hefði flutningurinn verið skráður í þjóðskrá samdægurs frá og með 16. janúar 2012. Þá hefði lögheimili barnsins verið flutt aftur til móður frá og með 16. febrúar 2012 að beiðni A, dags. 23. febrúar 2012. Í ljósi þessa taldi umboðsmaður ekki tilefni til að fjalla frekar um kvörtunina og lauk málinu.