Opbinberir starfsmenn. Laun og starfskjör.

(Mál nr. 6868/2012)

Hinn 7. febrúar 2012 kvartaði A yfir því að hafa ekki borist svör frá kjararáði við erindi sem hann sendi með bréfi, dags. 10. október 2011, varðandi beiðni um endurupptöku á ákvörðun kjararáðs um lækkun launa sinna.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 16. mars 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum kjararáðs til umboðsmanns kom fram að fjallað hefði verið um mál A á fundi ráðsins 1. mars 2012 og ákveðið hefði verið að vísa því frá en taka launakjör A til skoðunar með hliðsjón af tilteknum lagabreytingum. A hefði verið tilkynnt niðurstaðan með bréfi, dags. 6. mars 2012. Umboðsmaður taldi því ekki ástæðu til að fjalla frekar um málið að svo komnu og lauk athugun sinni á því.