Skattar og gjöld. Hitaveitugjald.

(Mál nr. 6882/2012)

A kvartaði yfir gjaldtöku samkvæmt gjaldskrá hitaveitu.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 26. mars 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 og þess að umrædd gjaldskrá var staðfest af iðnaðarráðuneytinu, sbr. 32. gr. orkulaga nr. 85/1967, taldi umboðsmaður rétt að A beindi erindi sínu um gjaldtökuna til ráðuneytisins áður en hann fjallaði um það. Hann lauk því meðferð sinni á kvörtuninni en tók fram að A gæti leitað til sín á ný að fenginni niðurstöðu iðnaðarráðuneytisins teldi hann sig þá enn beittan órétti.