Svör við erindum. Efnisleg svör.

(Mál nr. 6927/2012)

A kvartaði yfir því að í svörum innanríkisráðuneytisins við erindum er vörðuðu umgengni hans við dóttur sína og afgreiðslu tiltekins máls sem ráðuneytið hafði til meðferðar vegna þessa væri ekki að finna svör við tilteknum spurningum hans varðandi erindi dótturinnar til ráðuneytisins en hann hafði óskað sérstaklega eftir því.

Umboðsmaður lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 16. mars 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Þar sem spurningar A lutu að því hvenær ráðuneytið hygðist svara erindi dóttur hans og fyrir lá að erindi hennar var svarað 7. nóvember 2011 taldi umboðsmaður ekki tilefni til að taka kvörtunina til frekari athugunar.