Svör við erindum. Umsóknir og ákvörðunartaka.

(Mál nr. 6888/2012)

Hinn 16. febrúar 2012 kvartaði A yfir því að Vinnumálastofnun hefði ekki enn afgreitt umsókn hans um atvinnuleysisbætur frá 9. janúar 2011.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 9. mars 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum Vinnumálastofnunar til umboðsmanns kom fram þrátt fyrir að umsókn A hefði borist 9. janúar 2012 hefðu skólavottorð og skýringar á námslokum ekki borist fyrr en 1. febrúar 2012. Málið hefði verið afgreitt 24. febrúar 2012 og ákvörðun birt A 28. sama mánaðar. Þar sem umsókn A hafði verið afgreidd taldi umboðsmaður ekki tilefni til frekari umfjöllunar um kvörtunina og lauk málinu en benti A þó á að ef hann væri ósáttur við niðurstöðu Vinnumálastofnunar gæti hann kært hana til úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða innan þriggja mánaða frá því að honum var tilkynnt um ákvörðunina, sbr. 11. og 12. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar.