Svör við erindum.

(Mál nr. 6759/2011)

Hinn 5. desember 2011 leitaði A til umboðsmanns Alþingis og kvartaði yfir því að innanríkisráðherra hefði ekki enn svarað erindi hans frá 4. október 2011 í tilefni af því að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði hafnað því að fjalla um mál hans.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 9. mars 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum innanríkisráðuneytisins kom fram að meðferð erindisins hefði dregist og það væri enn til meðferðar en áætlað væri að ljúka afgreiðslu þess ekki síðar en 15. mars 2012. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að fjalla frekar um kvörtunina og lauk athugun sinni á málinu.