Svör við erindum.

(Mál nr. 6790/2012)

Hinn 1. janúar 2012 kvartaði A yfir því að hafa ekki borist svar við kvörtun sem hann sendi innanríkisráðuneytinu 1. desember 2011 yfir því að stjórnsýslukæru hans til velferðarráðuneytisins hefði verið vísað frá ráðuneytinu til úrskurðarnefndar almannatrygginga, en taldi útilokað að stjórnsýslukæran fengi réttláta málsmeðferð hjá nefndinni.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 9. mars 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum innanríkisráðuneytisins til umboðsmanns, dags. 29. febrúar 2012, kom fram að erindið hefði verið framsent velferðarráðuneytinu á grundvelli 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að fjalla frekar um erindi A og lauk athugun sinni á málinu.