Svör við erindum.

(Mál nr. 6815/2012)

Hinn 9. janúar 2012 kvartaði A yfir því að hafa ekki borist svör við erindum sínum til innanríkisráðherra, dags. 28. september, 9. október og 25. nóvember 2011, þar sem hann óskaði viðbragða ráðherra við vörslusviptingum fjármögnunarfyrirtækja.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 9. mars 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum innanríkisráðuneytisins til umboðsmanns, dags. 1. mars 2012, kom fram að erindin væru enn til meðferðar í ráðuneytinu en áætlað væri að svara þeim ekki síðar en 9. mars 2012. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að fjalla frekar um kvörtunina og lauk umfjöllun sinni um málið.