Svör við erindum.

(Mál nr. 6915/2012)

Hinn 1. mars 2012 kvartaði A yfir því að hafa ekki borist svar við erindi sem hann sendi innanríkisráðuneytinu 1. desember 2011 vegna kæru til velferðarráðuneytisins.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 20. mars 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Um var að ræða sama erindi og umboðsmaður fjallaði um í máli A nr. 6790/2012 og var lokið með bréfi dags. 9. mars 2012, þar sem erindið hafði verið framsent velferðarráðuneytinu á grundvelli 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Umboðsmaður taldi því ekki ástæðu til að aðhafast vegna kvörtunarinnar.