Útlendingar.

(Mál nr. 6906/2012)

A kvartaði yfir skilyrðum sem samkvæmt upplýsingum frá útlendingayfirvöldum yrðu lögð til grundvallar við afgreiðslu á fyrirhugaðri umsókn erlends ríkisborgara um vegabréfsáritun og/eða dvalarleyfi.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 20. mars 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Þar sem viðkomandi einstaklingur hafði ekki enn sótt um vegabréfsáritun eða dvalarleyfi lá ekki fyrir ákvörðun viðkomandi sendiráðs eða Útlendingastofnunar eða, eftir atvikum, ákvörðun æðra stjórnvalds í málinu. Í ljósi þess voru ekki skilyrði til athugunar á málinu, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997. Umboðsmaður tók þá fram að að fenginni úrlausn stjórnvalda gæti A leitað til sín teldi hann ástæðu til. Einnig vakti hann athygli A á tilteknum ákvæðum útlendingalöggjafarinnar þar sem gert væri ráð fyrir því að því að umsækjandi um vegabréfsáritun legði fram viðeigandi og gilda ferðasjúkratryggingu með lágmarkstryggingavernd að fjárhæð 30.000 evrur en jafnframt að gert væri ráð fyrir því að unnt væri að taka slíka sjúkratryggingu í öðru landi og enn fremur að öðrum manni væri unnt að taka trygginguna í nafni umsækjanda.