Svör við erindum. Kvartanir eða kærur til æðri stofnana eða eftirlitsstofnana.

(Mál nr. 6794/2012)

Hinn 4. janúar 2012 kvartaði A yfir því að hafa ekki borist svar við kæru til innanríkisráðuneytisins, dags. 29. september 2011, á ákvörðun Innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 18. apríl 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum innanríkisráðuneytisins til umboðsmanns kom fram að ráðgert væri að ljúka málinu eigi síðar en í lok marsmánaðar. Umboðsmanni barst síðan bréf frá A þar sem m.a. kom fram að úrskurður hefði verið kveðinn upp 29. mars 2012. Í ljósi þess lauk umboðsmaður meðferð sinni á málinu.