Svör við erindum. Umsóknir og ákvörðunartaka.

(Mál nr. 6923/2012)

Hinn 6. mars 2012 kvartaði A yfir því að hafa ekki borist svör frá Fjármálaeftirlitinu vegna erindis sem hann sendi stofnuninni með bréfi, dags. 2. janúar 2012, vegna uppgjörs á orlofi við starfslok hans hjá stofnuninni.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 18. apríl 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum Fjármálaeftirlitsins kom fram að sú töf sem hefði orðið á afgreiðslu erindisins væri hörmuð og að stofnunin hefði einsett sér að ljúka samkomulagi við A um uppgjör á orlofi fyrir lok aprílmánaðar. Umboðsmaður taldi því ekki ástæðu til að aðhafast að sinni en tók fram að ef frekari óeðlilegar tafir yrðu á afgreiðslu málsins gæti A leitað til sín á ný.