Svör við erindum.

(Mál nr. 6939/2012)

Dagana 13. og 20. mars 2012 leitaði A til umboðsmanns Alþingis með kvörtun yfir afgreiðslutíma innanríkisráðuneytisins á erindi sem hann sendi ráðuneytinu 1. desember 2011. Erindið laut að því að stjórnsýslukæra sem hann lagði fram hjá velferðarráðuneytinu hefði verið framsend úrskurðarnefnd almannatrygginga, en A taldi útilokað að stjórnsýslukæran fengi réttláta málsmeðferð hjá nefndinni.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 25. apríl 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.

Umboðsmaður hafði þegar fjallað um afgreiðslu innanríkisráðuneytisins á erindi A í málum nr. 6790/2012 og 6915/2012 og taldi þá ekki tilefni til að aðhafast vegna kvartana A þar sem málinu var lokið af hálfu ráðuneytisins. Með vísan til þess taldi umboðsmaður ekki tilefni til að fjalla frekar um erindi A.