Svör við erindum.

(Mál nr. 6988/2012)

Hinn 30. mars 2012 kvartaði A yfir drætti á svörum velferðarráðuneytisins vegna erindis sem hann sendi innanríkisráðuneytinu 1. desember 2011 en var síðar framsent velferðarráðuneytinu. Í erindinu kvartaði A yfir því að stjórnsýslukæru sinni til velferðarráðuneytisins hefði verið vísað frá ráðuneytinu til úrskurðarnefndar almannatrygginga.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 25. apríl 2012.

Í skýringum velferðarráðuneytisins til umboðsmanns vegna málsins kom fram að ráðuneytið hefði brugðist við erindi A með bréfi, dags. 16. apríl 2012, þar sem fram kæmi að erindi hans ætti undir úrskurðarnefnd almannatrygginga. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna erindisins og tók fram að hann teldi rétt að úrskurðarnefndin fjallaði um umrætt erindi. Hann tók hins vegar fram að að fenginni niðurstöðu nefndarinnar gæti A leitað til sín á ný teldi hann sig beittan rangsleitni.