Fjármála- og tryggingastarfsemi. Fjármálaeftirlit.

(Mál nr. 7009/2012)

A kvartaði yfir aðkomu fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins að máli sem varðaði nánar tilgreinda lífeyrissjóði.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 31. maí 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Umboðsmaður fékk ekki séð að málið varðaði hagsmuni A með beinum hætti, en hann hafði notið réttarstöðu vitnis við rannsókn sérstaks saksóknara í framhaldi af meðferð málsins hjá Fjármálaeftirlitinu. Í ljósi 1. og 2. mgr. 4. gr. laga nr. 85/1997 fékk umboðsmaður ekki séð að skilyrði væru til að fjalla um erindi A sem kvörtun og jafnframt taldi hann ekki efni til að taka málið til umfjöllunar að eigin frumkvæði, sbr. 5. gr. laga nr. 85/1997. Umboðsmaður lauk því athugun sinni á málinu en benti A á að hæfi forstjórans fyrrverandi kynni að koma til skoðunar ef á það reyndi fyrir dómstólum, innan stjórnsýslunnar og hjá eftirlitsaðilum með henni og þá af hálfu þeirra sem ættu beina aðild að þeim málum.