Heilbrigðismál.

(Mál nr. 6989/2012)

A kvartaði yfir meðferð heilbrigðisyfirvalda og annarra stofnana á máli látins sonar hennar.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 16. maí 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

A hafði áður leitað til umboðsmanns Alþingis (mál nr. 6758/2011) sem beindi af því tilefni tilmælum til velferðarráðuneytisins um að leysa úr erindi A um greiðslu miskabóta vegna málsins. Umboðsmaður fékk ekki séð að neitt nýtt væri komið fram í málinu sem gerði það að verkum að rétt væri að hann tæki kvörtunina til nýrrar athugunar. Umboðsmaður lauk því málinu en tók sérstaklega fram að drægi velferðarráðuneytið úr hófi að afgreiða erindi A væri henni heimilt að leita til sín að nýju með sérstaka kvörtun þar að lútandi.