Lögreglu- og sakamál. Samskipti, ummæli, framkoma.

(Mál nr. 7013/2012)

A kvartaði yfir aðgerðarleysi lögreglu gagnvart ónæði er stafaði frá gestum skemmtistaðar í nágrenni við heimili hans og framkomu lögreglumanna í sinn garð.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 31. maí 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Af erindi A varð ekki ráðið að hann hefði freistað þess að bera erindi sitt undir lögreglustjóra, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 eða innanríkisráðherra, sbr. 4. gr. lögreglulaga og forsetaúrskurð nr. 125/2011, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Í ljósi 3. mgr. 6. gr. taldi umboðsmaður því ekki fullnægt skilyrðum laga til að taka erindið til frekari umfjöllunar að svo stöddu. Umboðsmaður lauk athugun sinni á málinu en tók fram að ef A teldi enn hallað á rétt sinn að fenginni niðurstöðu innanríkisráðherra gæti hann leitað til sín að nýju.