Opinberir starfsmenn. Laun og starfskjör.

(Mál nr. 6993/2012)

Stéttarfélag leitaði til umboðsmanns Alþingis með almennar fyrirspurnir sem lutu að réttarstöðu félagsmanna sinna við nánar tilgreindar aðstæður.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 21. maí 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Umboðsmaður benti á að af 2. og 4. gr. laga nr. 85/1997 leiddi að það væri ekki hlutverk umboðsmanns Alþingis að láta í té almennar álitsgerðir heldur að fjalla um kvartanir yfir því að stjórnvöld hefðu ekki í ákveðnum tilvikum farið að lögum eða ekki fylgt vönduðum stjórnsýsluháttum í störfum sínum. Umboðsmaður taldi því ekki skilyrði til þess að fjalla um fyrirspurnir félagsins og lauk málinu. Þar sem af erindinu varð ráðið að það ætti rætur að rekja til tiltekinna atvika sem snertu einstaka félagsmenn vakti umboðsmaður hins vegar athygli á því að hver sá sem teldi sig beittan rangsleitni af stjórnvaldi ætti þess kost að bera fram kvörtun við umboðsmann vegna þess, að því gættu að skilyrði laga nr. 85/1997 til þess að umboðsmaður geti fjallað um kvörtun væru uppfyllt.