Atvinnuleysistryggingar. Atvinnuleysisbætur.

(Mál nr. 7031/2012)

A leitaði til umboðsmanns Alþingis og kvartaði yfir ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt sinn til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði og yfir ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða greiðslur til sín vegna fjárhagsaðstoðar. Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 18. júní 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Af erindi A varð ekki ráðið að hann hefði borið ákvörðun Vinnumálastofnunar undir úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða, sbr. 11. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar. Þá varð ekki ráðið af erindinu að hann hefði borið ákvörðun Reykjavíkurborgar undir áfrýjunarnefnd velferðarráðs, sbr. samþykktir Reykjavíkurborgar, og þá eftir atvikum niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar undir úrskurðarnefnd félagsþjónustu og velferðarmála, sbr. 63. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 taldi umboðsmaður því bresta lagaskilyrði til að geta fjallað frekar um kvörtun A að svo stöddu.