Atvinnuleysistryggingar. Atvinnuleysisbætur.

(Mál nr. 7033/2012)

A leitaði til umboðsmanns Alþingis og kvartaði yfir útreikningi Vinnumálastofnunar á atvinnuleysisbótum sínum. Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 18. júní 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Af gögnum málsins varð ráðið að mál A væri til meðferðar hjá úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða. Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 taldi umboðsmaður því ekki lagaskilyrði til frekari umfjöllunar um kvörtunina að svo stöddu en tók fram að A ætti þess kost að leita til sín að nýju að fenginni niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar teldi hann þá á rétt sinn hallað.