Áfengismál.

(Mál nr. 7030/2012)

A ehf. kvartaði yfir því að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefði farið fram á að félagið gerði við sig stofnsamning um vörukaup á grundvelli 18. gr. reglugerðar nr. 755/2011, um vöruval og sölu áfengis og skilmála í viðskiptum við birgja. A taldi reglugerðarákvæðið ekki eiga sér stoð í lögum nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak. Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 18. júní 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 taldi umboðsmaður rétt að A ehf. freistaði þess að bera erindi sitt undir fjármálaráðuneytið, sbr. 1. mgr. 4. gr. og 15. gr. laga nr. 86/2011, sbr. einnig 2. tölul. g-liðar 3. gr. forsetaúrskurðar nr. 125/2011, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Hann tók hins vegar fram að ef félagið teldi enn á rétt sinn hallað að fenginni niðurstöðu ráðuneytisins gæti það leitað til sín að nýju með sérstaka kvörtun þar að lútandi.