Opinberir starfsmenn. Ráðningar í opinber störf.

(Mál nr. 7026/2012)

A leitaði til umboðsmanns Alþingis og kvartaði yfir því að umsóknar hennar um starf tryggingafulltrúa hjá Sjúkratryggingum Íslands hefði verið hafnað með vísan til þess að ekki væri unnt að ráða háskólamenntaðan starfsmann í starf sem krefðist ekki háskólamenntunar. Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 21. júní 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Hinn 5. júní 2012 féll A frá kvörtuninni. Umboðsmaður lauk því málinu en upplýsti A um að í áliti frá 18. júní 2012 í máli nr. 5864/2009 væri m.a. fjallað um þau sjónarmið sem hún hefði vísað til í kvörtun sinni og að álitið mætti finna á vefsíðu umboðsmanns.