Svör við erindum. Kvartanir eða kærur til æðri stjórnvalda eða eftirlitsstofnana.

(Mál nr. 6826/2012)

Hinn 17. janúar 2012 leitað A til umboðsmanns Alþingis og kvartaði yfir því að innanríkisráðuneytið hefði ekki svarað bréfi hans til ráðuneytisins sem varðaði umferð um nánar tilgreindan vegaslóða. Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 21. júní 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Í skýringum innanríkisráðuneytisins til umboðsmanns vegna málsins kom fram að ráðgert væri að ljúka afgreiðslu á erindi A ekki síðar en 15. júní 2012. Síðar bárust þær upplýsingar að erindinu hefði verið svarað. Umboðsmaður taldi því rétt að ljúka athugun sinni á málinu en tók fram að A ætti þess kost, teldi hann á rétt sinn hallað með afgreiðslu ráðuneytisins, að leita til sín á nýjan leik vegna þess.