Svör við erindum. Kvartanir eða kærur til æðra stjórnvalds eða eftirlitsstofnana.

(Mál nr. 7040/2012)

Hinn 29. maí 2012 leitaði A til umboðsmanns Alþingis og kvartaði yfir því að Fjármálaeftirlitið hefði ekki svarað erindi sem varðaði starfsemi tiltekins lögaðila. Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 21. júní 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Í skýringum Fjármálaeftirlitsins til umboðsmanns vegna málsins kom fram að erindinu hefði verið svarað 13. júní 2012. Þar sem Fjármálaeftirlitið hafði brugðist við erindinu taldi umboðsmaður ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu.