Svör við erindum. Lögreglumál.

(Mál nr. 7041/2012)

Hinn 30. maí 2012 kvartaði A yfir töfum á meðferð lögregluembættis á kæru sem hann lagði fram 3. apríl það ár. Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 29. júní 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Í skýringum lögreglu til umboðsmanns vegna málsins kom fram að skýrslur hefðu verið teknar af aðilum vegna rannsóknar málsins 12. apríl og 16. júní 2012 og væri rannsóknin á lokastigi. Málinu yrði hraðað eftir föngum. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að aðhafast frekar og lauk athugun sinni.