Svör við erindum. Umsóknir og ákvörðunartaka.

(Mál nr. 6965/2012)

A ehf. kvartaði yfir því að Reykjavíkurborg hefði ekki svarað erindum frá lögmanni sínum sem vörðuðu fasteignagjöld. Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 21. júní 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Í skýringum Reykjavíkurborgar til umboðsmanns vegna málsins kom fram að erindunum yrði svarað innan skamms og mistök sem urðu við meðferð málsins voru hörmuð. Umboðsmaður taldi því rétt að ljúka athugun sinni á málinu en tók fram að yrði félagið ósátt við niðurstöðu í því ætti það þess kost að leita til sín á nýjan leik, eftir atvikum að tæmdum kæruleiðum innan stjórnsýslunnar, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997.