Almannatryggingar. Lífeyristryggingar.

(Mál nr. 7078/2012)

A kvartaði yfir innheimtu Tryggingastofnunar ríkisins á hendur sér vegna ofgreiddra bóta á árunum 2008 og 2009 og synjun á umsókn hennar um undanþágu frá endurkröfu sbr. 11. gr. reglugerðar nr. 598/2009, um útreikning, endurreikning og uppgjör tekjutengdra bóta og vistunarframlags.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 18. júlí 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Af kvörtun A varð ekki ráðið að hún hefði skotið umræddum ákvörðunum tryggingastofnunar til úrskurðarnefndar almannatrygginga, sbr. 7. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar. Umboðsmaður taldi því ekki fullnægt skilyrðum 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 til þess að geta tekið kvörtunina til meðferðar. Umboðsmaður lauk því athugun sinni á málinu. Hann vakti jafnframt athygli A á þeim heimildum sem stjórnvöld hafa samkvæmt 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 til að taka til athugunar kæru sem berst að liðnum kærufrest en tók fram að hann hefði ekki tekið afstöðu til þess hvort tilefni væri til að beita þeim heimildum í tilviki A.