Skattar og gjöld. Hitaveitugjald.

(Mál nr. 7069/2012)

A kvartaði yfir ólíku fyrirkomulagi við gjaldtöku fyrir notkun á heitu vatni í tveimur byggðarlögum í sama sveitarfélaginu.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 27. júlí 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í ljósi sjónarmiða að baki 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 og með hliðsjón af ákvæðum V. kafla orkulaga nr. 58/1967 taldi umboðsmaður rétt að A bæri erindi sitt undir iðnaðarráðuneytið áður en hann leitaði til sín með kvörtun vegna málsins. Umboðsmaður lauk því meðferð sinni á kvörtuninni en tók fram að A gæti leitað til sín að nýju ef hann teldi sig enn órétti beittan að fenginni niðurstöðu ráðuneytisins.