Svör við erindum. Kvartanir eða kærur til æðri stjórnvalda eða eftirlitsstofnana.

(Mál nr. 7027/2012)

Hinn 27. maí 2012 kvartaði A ehf. yfir því að úrskurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir hefði ekki kveðið upp úrskurð um kæru sem lögð var fram 19. desember 2011. Kæran varðaði ákvörðun Umhverfisstofnunar um álagningu gjalds vegna vinnu við gerð starfsleyfis.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 9. júlí 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir vegna málsins kom fram að úrskurður hefði verið kveðinn upp 31. maí 2012 og sendur A ehf. með ábyrgðarbréfi 4. júní 2012. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu.