Svör við erindum. Kvartanir eða kærur til æðri stjórnvalda eða eftirlitsstofnana.

(Mál nr. 7038/2012 og 7039/2012)

Hinn 29. maí 2012 kvartaði A yfir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði ekki brugðist við erindum til nefndarinnar varðandi aðgang að nánar tilgreindum gögnum um kaup íslenskra stjórnvalda á bóluefnum og kaup á ýmsum sóttvarnarbúnaði.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 9. júlí 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum úrskurðarnefndar um upplýsingamál til umboðsmanns kom fram að brugðist hefði verið erindum A með úrskurðum 28. júní og 5. júlí 2012. Þá hefði nefndin jafnframt brugðist við tilteknu erindi hans frá 17. janúar 2012 með bréfi, dags. 28. júní 2012. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu og lauk athugun sinni á málinu. Hann tók þó fram að ef A væri ósáttur við þá afgreiðslu sem erindi hans hlutu hálfu nefndarinnar ætti hann þess kost að leita til sín á ný með sérstaka kvörtun þar að lútandi.