Svör við erindum. Rökstuðningur og skýringar.

(Mál nr. 7065/2012)

Hinn 20. júní 2012 kvartaði A yfir því að embætti landlæknis hefði ekki svarað erindi sem laut að röðun í launaflokk samkvæmt stofnanasamningi.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 14. ágúst 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum landlæknis til umboðsmanns vegna málsins kom fram að afgreiðsla erindisins hefði tafist vegna sumarleyfa en ráðgert væri að ljúka því fyrir 15. september 2012. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að aðhafast frekar að svo stöddu og lauk athugun sinni á málinu. Hann tók þó fram að ef fyrirætlun um afgreiðslu málsins gengi ekki eftir gæti A að sjálfsögðu leitað til sín á nýjan leik með kvörtun þar að lútandi.