Dómstólar og réttarfar.

(Mál nr. 7117/2012)

A kvartaði yfir því að sér, f.h. fyrirtækis síns, hefði verið birt stefna af hálfu tryggingarfélags einstaklings sem olli tjóni á bifreið í eigu A. A óskaði upplýsinga um hvort stefnan væri lögleg og málatilbúnaðurinn tækur til efnislegrar meðferðar í héraðsdómi.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 7. september 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Þar sem dómari tekur afstöðu til þess hvort stefna uppfylli skilyrði laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og hvort málatilbúnaður aðila sé að öðru leyti tækur til efnislegrar meðferðar fyrir dómi og jafnframt þar sem ekki varð séð að kvörtun A beindist að athöfn eða ákvörðun stjórnvalds taldi umboðsmaður ekki ekki uppfyllt skilyrði að lögum til að taka erindið til frekari meðferðar, sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga og jafnframt 1. og 2. mgr. 3. gr. laga nr. 85/1997. Umboðsmaður lauk því umfjöllun sinni um mál A.