Húsnæðismál. Húsaleigubætur.

(Mál nr. 7025/2012)

A kvartaði yfir því túlkun Akureyrarbæjar á 7. gr. laga nr. 138/1997, um húsaleigubætur, en þar kemur fram að húsaleigubætur komi aðeins til álita vegna leigu á íbúðarhúsnæði.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 6. september 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Umboðsmaður ritaði A bréf og óskaði upplýsingum um það hvort stjórnvöld hefðu fjallað um erindi hans og jafnframt að hann léti sér í té gögn sem varpað gætu ljósi á efni málsins. Þar sem engar skýringar bárust frá A leit umboðsmaður á að hann hefði ekki hug á að fylgja kvörtuninni eftir og lauk athugun sinni á málinu.