Jafnréttismál.

(Mál nr. 7143/2012)

A kvartaði yfir ummælum innanríkisráðherra í viðtali vegna umræðu um niðurfærslu kærunefndar jafnréttismála varðandi skipun opinbert embætti.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 19. september 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Af kvörtun A varð ekki ráðið að hún væri rituð vegna stjórnsýslu innanríkisráðuneytisins eða í tilefni af stjórnsýslumáli í ráðuneytinu heldur væri um að ræða almenna yfirlýsingu ráðherra í fjölmiðlum. Efni yfirlýsingarinnar varðaði ekki mál sem A tengdist eða hagsmuni hans að öðru leyti með beinum hætti. Með vísan til þessa og 2. mgr. 4. gr. laga nr. 85/1997 taldi umboðsmaður því ekki skilyrði að lögum til að taka erindið til nánari athugunar sem kvörtun. Umboðsmaður lauk því meðferð sinni á málinu.