Lögheimili.

(Mál nr. 7145/2012)

A og B kvörtuðu yfir afgreiðslu Þjóðskrár Íslands á beiðni um skráningu lögheimilis. Umsókninni var hafnað með vísan til ófullnægjandi þýðingar á fæðingarvottorði og þess að að B sótti ekki um í eigin persónu.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 28. september 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Af gögnum málsins varð ekki betur séð en að málið væri til umfjöllunar hjá innanríkisráðuneytinu. Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 tók umboðsmaður fram að ef svo væri ekki væri rétt að leita þangað með erindið, sbr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, áður en það yrði tekið til athugunar hjá umboðsmanni. Umboðsmaður lauk umfjöllun sinni um kvörtunina en tók fram að ef A og B teldu sig enn beitt rangindum að fenginni úrlausn innanríkisráðuneytisins gætu þau leitað til sín að nýju. Þá gætu þau leitað til sín með sérstaka kvörtun ef dráttur yrði á svörum ráðuneytisins.