A kvartaði yfir synjun Bílastæðasjóðs Reykjavíkur á umsókn um endurnýjun á íbúakorti. A gerði athugasemdir við að Bílastæðasjóður hefði hafnað umsókninni vegna nýrra reglna sem tóku gildi eftir að hann keypti bifreið sína og lutu að stærðartakmörkunum bifreiða.
Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 28. september 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.
Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 taldi umboðsmaður rétt að A freistaði þess að kæra ákvörðun Bílastæðasjóðs til innanríkisráðuneytisins, sbr. 111. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, áður en hann leitaði til sín með kvörtun vegna málsins. Umboðsmaður lauk því umfjöllun sinni um málið en tók fram að ef A teldi sig enn beittan rangindum að fenginni niðurstöðu ráðuneytisins gæti hann leitað til sín að nýju.