Svör við erindum. Kvartanir eða kærur til æðri stjórnvalda eða eftirlitsstofnana.

(Mál nr. 7123/2012)

Hinn 17. ágúst 2012 kvartaði A yfir því að erindi hennar frá 15. júní 2012 til stjórnar deildar innan Háskóla Íslands varðandi mat á einingafjölda vegna náms á meistarastigi hefði ekki verið svarað.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 28. september 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum hlutaðeigandi fræðasviðs Háskóla Íslands til umboðsmanns vegna málsins kom fram að mál A hefði verið afgreitt 29. ágúst 2012. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu. Hann tók jafnframt fram að í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 yrði niðurstaða áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema að liggja fyrir áður en málið kæmi til frekari umfjöllunar hjá sér. Yrði A enn ósátt að fenginni niðurstöðu nefndarinnar gæti hún að sjálfsögðu leitað til sín á nýjan leik með sérstaka kvörtun þar að lútandi. Hið sama ætti við drægist meðferð nefndarinnar á málinu á langinn.