Svör við erindum. Umsóknir og ákvörðunartaka.

(Mál nr. 7140/2012)

Hinn 29. ágúst 2012 kvartaði A yfir töfum á svörum frá Innheimtustofnun sveitarfélaga.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 28. september 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum Innheimtustofnunar sveitarfélaga til umboðsmanns vegna málsins kom fram að stjórn stofnunarinnar hefði tekið erindi A til skoðunar á stjórnarfundi 20. ágúst 2012 og í kjölfarið ritað henni svarbréf þar sem gerð var grein fyrir samþykkt stjórnarinnar. Bréfið hefði verið sent 23. ágúst 2012 á heimilisfang hennar auk þess sem fyrirspurn hennar hafi verið svarað í tölvupósti 31. ágúst 2012. Umboðsmaður taldi því rétt að ljúka athugun sinni á málinu.