Svör við erindum. Viðbrögð við úrskurði æðra stjórnvalds eða áliti umboðsmanns.

(Mál nr. 7139/2012)

Hinn 30. ágúst 2012 kvartaði A yfir því að töfum á meðferð máls hjá Tryggingastofnun ríkisins. Rúmum tveimur mánuðum áður en A lagði kvörtunina fram hafði úrskurðarnefnd almannatrygginga fellt úr gildi ákvörðun stofnunarinnar um útreikning örorkubóta A og vísað málinu til stofnunarinnar til frekari meðferðar.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 19. september 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum tryggingastofnunar kom fram að mál A hefði verið afgreitt 4. september 2012 í í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndarinnar. Umboðsmaður taldi því ekki efni til að aðhafast frekar í málinu og lauk athugun sinni.