Svör við erindum.

(Mál nr. 7103/2012)

Hinn 2. ágúst 2012 kvartaði A yfir því að hafa ekki borist svör frá velferðarráðuneytinu við erindi sem hann sendi með tölvubréfi 30. maí 2012.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 14. ágúst 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum velferðarráðuneytisins til umboðsmanns vegna málsins kom fram að erindinu hefði verið svarað 25. ágúst 2012 og beðist velvirðingar á töfunum. Í ljósi þess taldi umboðsmaður ekki tilefni til að aðhafast frekar og lauk athugun sinni á málinu.