Almannatryggingar. Sjúkra- og slysatryggingar.

(Mál nr. 7187/2012)

A kvartaði yfir því að samkvæmt frumvarpi til fjárlaga árið 2013 væri fyrirhugað að hætta greiðsluþátttöku á metýlfenidatlyfjum fullorðinna.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 26. október 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Umboðsmaður benti á að starfsemi Alþingis, þar á meðal fjárlagagerð og samþykkt fjárlaga, félli utan starfssviðs umboðsmanns og því væru ekki skilyrði til þess að fjalla frekar um kvörtunina. Með vísan til þess lauk umboðsmaður athugun sinni.