Fjármála- og tryggingastarfsemi.

(Mál nr. 7199/2012)

A kvartaði yfir því að sparisjóður hefði hafnað umsókn um leiðréttingu íbúðaláns.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 26. október 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Umboðsmaður tók fram að sparisjóðurinn væri fjármálafyrirtæki sem starfaði á grundvelli laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og teldist því einkaréttarlegur aðili. Í ljósi þess taldi umboðsmaður ekki uppfyllt skilyrði til að geta tekið erindið til meðferðar, sbr. 2. og 3. gr. laga nr. 85/1997, og lauk umfjöllun sinni um kvörtun A.